Afrískur læknir bæjarstjóri í Slóveníu

Læknirinn Peter Bossman, sem er fæddur og uppalinn í Gana, var kjörinn bæjarstjóri hafnarbæjarins Piran í gær og varð þar með fyrsti svarti bæjarstjórinn í Slóveníu.

Bossman, sem bauð sig fram á vegum sósíaldemókrataflokksins, vann með rúmum 51% atkvæða.

„Ég er varla hinn dæmigerði slóvenski borgari. Að ég skyldi hafa náð kjöri sýnir hversu mikið lýðræði ríkir í Slóveníu,“ sagði Bossman.

Hann hefur verið búsettur í landinu frá árinu 1980. 



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert