Börn í þrældómi í Englandi

Lögreglan í Worcestershire tók í dag í vörslu sína sjö rúmönsk börn á aldrinum 9-16 ára, sem unnu þar erfiðisvinnu á akri. Nokkur þeirra voru með foreldrum sínum.

Börnin voru hluti af ólöglegum vinnuhópi 50 Rúmena. Þetta kemur fram á vef BBC. Þar segir að börnin hafi verið illa klædd og að þetta sé í fyrsta skipti sem yfirvöld finna börn við erfiðisvinnu í Englandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert