Ellemann-Jensen vill nýja stefnu

Uffe Ellemann-Jensen.
Uffe Ellemann-Jensen. mbl.is/Þorkell

Uffe Ell­emann-Jen­sen, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráðherra Dan­merk­ur og fyrr­um leiðtogi Ven­stre er ekki sér­lega ánægður með þá stefnu, sem eft­ir­menn hans hafa fylgt í stjórn­mál­um en Ven­stre hef­ur verið í for­ustu rík­is­stjórn­ar Dan­merk­ur í nærri ára­tug.

Í nýrri bók seg­ir Ell­emann-Jen­sen, að skort­ur á um­bót­um, hræðsla við út­lend­inga og tor­tryggni í garð Evr­ópu­sam­bands­ins valdi því, að Dan­mörk sé að missa af lest­inni í alþjóðlegri þróun.

„Ég held að það sé tíma­bært að ég rjúfi þögn­ina og bendi á, að við neyðumst til að breyta um stefnu á mörg­um sviðum ef við ætl­um að tryggja framtíð okk­ar," seg­ir Ell­emann-Jen­sen í viðtali við Berl­ingske Tidende. 

Hann seg­ir, að þrátt fyr­ir sam­drátt í hag­kerf­inu á síðustu miss­er­um geri Dan­ir sér ekki grein fyr­ir ástand­inu. Ell­emann-Jen­sen gagn­rýn­ir  And­ers Fogh Rasmus­sen, eft­ir­mann sinn í Ven­stre og nú­ver­andi fram­kvæmda­stjóra NATO, fyr­ir of mik­il rík­is­út­gjöld og hrós­ar Lars Løkke Rasmus­sen, nú­ver­andi leiðtoga Ven­stre og for­sæt­is­ráðherra, fyr­ir að grípa þar í taum­ana. Hins veg­ar sé ekki nóg að gert og ábyrg rík­is­stjórn eigi að boða að ríkið muni hætta að greiða líf­eyri.

„Ég hef kom­ist að þeirri niður­stöðu, að við höf­um ekki kom­ist út úr krepp­unni enn og það tekst okk­ur ekki fyrr en við höf­um gert um­fangs­mikl­ar breyt­ing­ar á vel­ferðar­kerf­inu," seg­ir Ell­emann-Jen­sen.

Þá seg­ir hann, að umræðan um inn­flytj­end­ur hafi leitt til þess að Dan­ir hafi fengið það orð á sér að þeim sé illa við út­lend­inga. „Það gæti reynst okk­ur dýrt í stöðu þar sem við þurf­um á þjálfuðum vinnukrafti að halda."

Berl­ingske hef­ur eft­ir Piu Kjærs­ga­ard, leiðtoga Danska þjóðarflokks­ins, að hún gefi ekki mikið fyr­ir yf­ir­lýs­ing­ar Ell­e­manns-Jen­sens. „Uffe Ell­emann-Jen­sen er herra Sjálf­birg­inn og herra Of­viti og herra Bak­sýn­is­speg­ill. Ég prísa mig enn sæla yfir, að Uffe Ell­emann-Jen­sen varð ekki for­sæt­is­ráðherra 1998."

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert