Google hugsanlega sektað

Stór­fyr­ir­tækið Google gæti átt yfir höfði sér háar fjár­sekt­ir fyr­ir að hafa brotið per­sónu­vernd­ar­lög í Bretlandi. Fyr­ir­tækið hef­ur viður­kennt að hafa af­ritað aðgangs­orð af tölv­um og tölvu­pósta af heim­il­um víðs veg­ar um Bret­land.

Þetta kem­ur fram á vefsíðu Sky frétta­stof­unn­ar.

Upp­lýs­ing­arn­ar voru veidd­ar upp með þráðlausu neti, þegar bíl­ar óku um íbúðar­hverfi til að taka mynd­ir fyr­ir hið um­deilda  Street View verk­efni, þar sem hægt er að skoða íbúðargöt­ur víðs veg­ar um heim­inn frá ýmsu sjón­ar­horni.

Gögn voru af­rituð af millj­ón­um heim­ila. Rann­sókn fer nú fram. For­svars­menn Google hafa sagt að þeir muni eyða gögn­un­um eins fljótt og auðið er.



mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert