Google hugsanlega sektað

Stórfyrirtækið Google gæti átt yfir höfði sér háar fjársektir fyrir að hafa brotið persónuverndarlög í Bretlandi. Fyrirtækið hefur viðurkennt að hafa afritað aðgangsorð af tölvum og tölvupósta af heimilum víðs vegar um Bretland.

Þetta kemur fram á vefsíðu Sky fréttastofunnar.

Upplýsingarnar voru veiddar upp með þráðlausu neti, þegar bílar óku um íbúðarhverfi til að taka myndir fyrir hið umdeilda  Street View verkefni, þar sem hægt er að skoða íbúðargötur víðs vegar um heiminn frá ýmsu sjónarhorni.

Gögn voru afrituð af milljónum heimila. Rannsókn fer nú fram. Forsvarsmenn Google hafa sagt að þeir muni eyða gögnunum eins fljótt og auðið er.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert