Indverjar vilja japanska orku

Naoto Kan, forsætisráðherra Japans.
Naoto Kan, forsætisráðherra Japans. Mynd/Reuters

Forsætisráðherra Indlands, Manmohan Singh, er nú staddur í Japan til að ræða kjarnorkumál og til að styrkja viðskiptatengsl landanna.

Viðræður hófust á milli Japans og Indlands í júní síðastliðnum um útflutning kjarnorku frá Japan til Indlands, þar sem mikil orkuþörf ríkir. Japanir hafa varað Indverja við frekari kjarnorkutilraunum, haldi þeir þeim áfram muni það hafa áhrif á viðræðurnar.

Singh sagði í viðtali við japanska sjónvarpsstöð að Indland hyggðist gera tímabundið hlé á kjarnorkutilraunum.

Búist er við að Singh og Naoto Kan, forsætisráðherra Japans, tilkynni á morgun að viðskiptatengsl landanna muni styrkjast, en Japanir hafa mikinn hug á að fá greiðari aðgang að markaðnum í Indlandi, sem fer sífellt stækkandi.
Viðræður hafa einnig verið um aðkomu Japana að námuvinnslu í Indlandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert