Ekki andsnúnir Bandaríkjunum

Fulltrúar WikiLeaks á blaðamannafundi í Lundúnum í dag.
Fulltrúar WikiLeaks á blaðamannafundi í Lundúnum í dag. Reuters

Kristinn Hrafnsson, talsmaður WikiLeaks, segir vefsíðuna ekki andsnúna Bandaríkjunum. Hann segir jafnframt að unnið sé að birtingu mikils magns efnis. Hann vill þó ekki gefa upp innihald þess.

Á föstudaginn gerði WikiLeaks 400,000 leyniskjöl Bandaríkjahers um stríðið í Írak opinber. Í skjölunum er dregin upp dekkri mynd af átökunum þar í landi en hingað til hefur verið opinber. Í júlí voru 70,000 leyniskjöl um stríðið í Afganistan gerð opinber.

Bandarísk stjórnvöld hafa síður en svo verið ánægð með birtingarnar. Kristinn hafnar því hins vegar alfarið að WikiLeaks hafi sérstakt horn í síðu Bandaríkjanna.

"Þetta er alrangt. Við erum ekki á móti Bandaríkjunum," sagði Kristinn í samtali við útvarpsstöð BBC.

"Mörgum þeirra sem styðja WikiLeaks hugnast vel þær hugsjónir sem liggja til grundvallar bandarísku samfélagi, og má þar nefna fyrstu grein stjórnarskrárinnar. Það er hrein tilviljun að skjölin sem birt hafa verið undanfarna mánuði tengist Bandaríkjaher og stríðsrekstri hans," sagði Kristinn.

Hann bætti því við að stjórnvöld vestanhafs hafi viðurkennt það, með semingi þó, að birting skjalanna í sumar hafi ekki haft sérstaklega slæmar afleiðingar.

"Við heyrum sömu hluti núna. Við viljum að þessar yfirlýsingar séu rökstuddar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert