Segir peningagjafir vera vinagreiða

Forseti Afganistan,Hamid Karzai, viðurkenndi í dag að starfsmannastjóri hans hafi tekið við fullum pokum af peningum frá Íran en sagði að ekki væri verið að leyna neinu og um vinaaðstoð væri að ræða.

Sagði Karzai á blaðamannafundi í dag í Kabúl að vinaþjóðir gefi slíkar peningagjafir til þess að styðja við forsetaskrifstofuna í viðkomandi landi vegna fjárútláta.

Bandaríska dagblaðið New York Times greindi frá peningagjöfunum á laugardag. Þar kom fram að starfsmannastjóri forsetaskrifstofu Karzai, Umar Daudzai,  hafi fengið peninga senda reglulega frá Íran sem er að reyna að auka áhrif sín hjá embætti forseta Afganistan.

Að sögn Karzai hefur ríkisstjórn Írans sent á milli 5-7 hundruð þúsund evrur einu sinni til tvisvar á ári. Tók Daudzai við peningunum að beiðni forsetans en um margar milljónir evra er að ræða í heildina.


Hamid Karzai forseti Afganistan
Hamid Karzai forseti Afganistan Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert