Björgunarhylki á heimssýningu

Eitt af björgunarhylkjunum, sem notuð voru til að bjarga 33 námamönnum úr prísund í Síle nýlega, er nú komið til Shanghai í Kína og verður til sýnis á heimssýningunni þar.

Hylkið, sem nefnt er Phoenix 1, var hannað samkvæmt ráðleggingum frá bandarísku geimferðastofnuninni Nasa og smíðað í Asmar  skipasmíðastöðinni þar sem verið er að smíða varðskipið Þór fyrir íslensku landhelgisgæsluna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert