Netanyahu jós sjóliða lofi

Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels.
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels. AMMAR AWAD

Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, heimsótti í dag sjóliðana sem réðust á sex skipa flota sem ætlaði sér að flytja hjálpargögn og nauðsynjar til Gaza í lok maí. Netanyahu jós þá lofi og sagði aðgerðirnar hafa verið nauðsynlegar og löglegar.

„Aðgerðirnar voru áríðandi, löglegar og gríðarlega mikilvægar,“ sagði Netanyahu við hermennina í heimsókn sinni. „Þið börðust gegn þeim sem reyndu að drepa ykkur. Viðbrögð ykkar voru fagleg, siðleg og hetjuleg.“

Einn æðstu yfirmanna ísraelska hersins, Gabi Ashkenazi, hrósaði hermönnunum við sama tækifæri. „Þið skutuð þá sem þið áttuð að skjóta, og hlífðuð þeim sem þið áttuð ekki að skjóta,“ sagði hann.

Netanyahu sagði í ræðu sinni að Gaza-svæðið væri orðið að "Íranskri hryðjuverkamiðstöð," sem Ísrael stafi mikil hætta af.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert