Risaeðla í ítalskri dómkirkju

Steingerð risaeðla leynist í einum  steinanna í dómkirkjunni í ítalska bænum Vigevano. Á steininum er mynstur, sem líkist helst höfði krókódíls. Slíkir steingervingar munu vera afar sjaldgæfir.

Þetta kemur fram á vef danska dagblaðsins Politiken.

Dómkirkjan var fullbyggð árið 1660 og öldum saman hafa trúaðir gengið framhjá steininum, án þess að renna í grun um hvað hann geymdi.

Steinninn mun vera í kringum 180 milljón ára gamall.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert