Ættu Írar að ganga úr ESB?

Fyrrverandi framkvæmdastjóri Bank of Ireland spyr hvort Írar ættu að …
Fyrrverandi framkvæmdastjóri Bank of Ireland spyr hvort Írar ættu að ganga úr Evrópusambandinu. Reuters

Fyrrverandi framkvæmdastjóri Bank of Ireland, Mike Soden, segir að Írar ættu að íhuga að segja skilið við Evrópusambandið ef þátttaka í því að þeir geti ekki tekið ákvarðanir um stjórn eigin fjármála.

Í nýrri bók sinni um efnahagshrunið dregur Soden upp möguleikanna á því að Írlandi gerist 51. ríki Bandaríkjanna. Frá þessu er sagt á írsku vefsíðunni Irish Central.

„Við gætum talið þennan möguleika óhugsandi en fyrir fimmtíu árum gætum við hafa hugsað það sama um aðild að Evrópusambandinu eða Bandaríkjum Evrópu,“ segir hann.

„Ef við erum að leita lausn og Evrópu gengur illa að koma til móts við þarfir írskra kjósenda, ættum við þá að horfa annað?“ spyr Soden.

„Aðild okkar að sambandinu verður að vera í jafnvægi að öllu leyti, sérstaklega í samhengi við menningu okkar, fullveldi og það gjald sem við greiðum fyrir efnahagslegt og fjárhagslegt sjálfstæði okkar. Höfum við óafvitandi gefið upp þessi mikilvægu svið samfélags okkar til þess að vera aðilar að sambandinu?“

Soden viðurkennir þó að það að segja skilið við ESB og að ganga í Bandaríkin yrði mætt með mikilli óánægju frá nánustu nágrönnum Írland og ætti líklega ekki miklum vinsældum að fagna vestanhafs.

Frétt Irish Central.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert