Allir lögreglumennirnir í bænum Los Ramons, sem er á norðurhluta Mexíkó, hafa sagt upp eftir að vopnaðir menn gerðu árás á lögreglustöðina í gærkvöldi. Mikil mildi þykir að engan sakaði en árásarmennirnir létum kúlum rigna yfir stöðina auk þess sem þeir köstuðu handsprengjum.
Að sögn lögreglu voru sex handsprengjur notaðar og yfir 1.000 byssukúlur. Lögreglustöðin, sem er nýleg, er mjög illa farin.
Alls eyðilögðust sex ökutæki í árásinni og þá drapst hundur.
Los Ramones liggur við bandarísku landamærin þar sem glæpaklíkur nar Zetas og Golfo berjast um yfirráð.