Fórnarlömb flóðbylgjunnar orðin 282

 Fórnarlömb flóðbylgjunnar sem fór yfir Mentawai-eyjur í Indónesíu fyrir tveimur dögum eru orðin að minnsta kosti 282. Flóðbylgjan myndaðist við jarðskjálfta sem var 7,7 stig og átti upptök sín vestur af Súmötru. Stjórnvöld segja að búnaður sem átti að vera við flóðunum hafi klikkað.

 Forseti Indónesíu, Susilo Bambang Yudhoyono, er á leið heim úr ferðalagi um Víetnam og ætlar að heimsækja flóðasvæðin og björgunarfólk á svæðinu.

Að minnsta kosti tíu bæir á Pagaí-eyjum voru jafnaðir við jörðu í flóðunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert