Komið upp um 35 þúsund spillingarmál í ár

Rauða torgið í Moskvu.
Rauða torgið í Moskvu.

Rússneska lögreglan hefur komið upp um 35 þúsund spillingarmál  á fyrstu níu mánuðum ársins. Að meðaltali eru greiddar 160 þúsund krónur í mútur þar í landi, samkvæmt upplýsingum frá efnahagsbrotadeild lögreglunnar.

Hefur mútumálum fjölgað um 17,5% á milli ára en Rússland er eitt 25 spilltustu landa heimsins. Hefur forseti landsins, Dmitrí Medvedev, boðað hertar aðgerðir gegn spillingu opinberra starfsmanna. Verða yfirmenn hjá hinu opinbera og fjöldskyldur þeirra að veita upplýsingar opinberlega um tekjur og eignir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert