Nestor Kirchner, fyrrverandi forseti Argentínu, er látinn. Fjölmiðlar greina frá því dánarorsök hafi verið hjartaáfall. Hann var sextugur að aldri.
Kirchner, sem gekkst undir hjartauppskurð í september sl., lést í borginni El Calafate í Argentínu. Hann var forseti landsins á milli 2003 og 2007 og var búist við því að hann myndi bjóða sig aftur fram á næsta ári. Þá var hann þingmaður.
Eiginkona hans, Cristina Fernandez de Kirchner, er núverandi forseti Argentínu.