Tala látinna hækkar í Indónesíu

STRINGER/INDONESIA

Að minnsta kosti 154 hafa látið lífið og 400 er enn saknað eftir flóðbylgjuna sem skall á vestur Indónesíu í kjölfar mikils jarðskjálfta á mánudag. Flóðbylgjan náði um þriggja metra hæð, og jafnaði fjölda þorpa við jörðu.

"Að minnsta kosti 154 eru látnir og 400 manns er saknað," segir Harmensyah, svæðisstjóri almannavarna Vestur Súmötru.

"Margir hafa misst heimili sín og þurfa nú mikla aðstoð. Nokkuð af tjöldum hefur þegar borist, en við þurum miklu meira," bætir hann við.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert