343 látnir vegna flóðbylgjunnar

Vitað er að 343 létust í flóðbylgjunni sem reið yfir Mentawais-eyjar skammt frá Súmötru á mánudagskvöldið. Þetta kom fram í máli forseta Indónesíu, Susilo Bambang Yudhoyono, í dag en hann er á leið á hamfarasvæðið. Enn er á fjórða hundrað saknað.

Fjölmörg þorp á Mentawais-eyjaklasanum hreinlega sópuðust á haf út og er nú leitað að fólki á strandlengju þeirra. Fjölmörg lík hafa fundist á ströndinni.

Skip með hjálpargögn kom í dag til Sikakap á Norður-Pagai eyju, en hún er önnur tveggja eyja sem urðu verst úti í flóðbylgjunni. Meðal hjálpargagna er hreint vatn, matur og lyf. Auk líkpoka.

Ljósmyndari AFP segir að hundruð eyjaskeggja hafi þurft að leita sér læknisaðstoðar vegna skurða og sára sem þeir fengu er flóðbylgjan reið yfir í kjölfar jarðskjálftans á mánudagskvöldið. Skjálftinn, sem var neðansjávar, mældist 7,7 stig. 

Muntei Baru Baru þorpið var eitt sinn á þessum stað. …
Muntei Baru Baru þorpið var eitt sinn á þessum stað. Fátt er sem minnir á mannabyggð lengur Reuter
Reuters
Frá Pagai á Mentawai eyjaklasanum
Frá Pagai á Mentawai eyjaklasanum Reuters
R
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert