Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur kallað eftir alþjóðlegri rannsókn á mannréttindabrotum í Búrma. Kosningar fara fram í landinu þann 7. nóvember og er búist við að þær fari ekki fram á sanngjarnan hátt.
Mannréttindasamtök hafa lengi barist fyrir því að alþjóðleg rannsókn verði hafin á mannréttindamálum í Búrma, einnig þekkt sem Myanmar, sem er undir stjórn hersins en fulltrúar Bandaríkjastjórnar hafa aldrei veitt hugmyndinni stuðning á eins ákveðinn hátt og nú.
Yfirlýsing Clintons kemur eftir að Bandaríkjastjórn fordæmdi framferði stjórnar landsins. Herstjórnin hafði gefið í skyn að hún myndi láta Aung San Suu Kyi, leiðtoga lýðræðissinna, lausa úr stofufangelsi en aðeins eftir að kosningarnar hafa farið fram.
„Ég vil leggja áherslu á að staðfestu Bandaríkjastjórnar í að deila út ábyrgð á mannréttindabrotum sem hafa verið framin í Burma með því að vinna að stofnun alþjóðlegrar rannsóknarnefndar í nánu samstarfi við vini okkur, bandamenn og aðra félaga í Sameinuðu þjóðunum,“ sagði Clinton í ræðu á Hawaii.