Tvær konur teknar af lífi í Sómalíu

Friðargæsluliðar frá Úganda á flugvellinum í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu.
Friðargæsluliðar frá Úganda á flugvellinum í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu. Reuters

Tvær ungar konur voru teknar af lífi í Sómalíu í gær en íslömsku samtökin al-Shabab sakaði konurnar um að hafa njósnað um samtökin fyrir stjórnarher landsins. Að sögn AP fréttastofunnar voru konurnar leiddar fyrir 10 manna aftökusveit í borginni Belet Weyne í suðurhluta landsins og skotnar.  

AP segir, að stúlkurnar hafi heitið Ayan Mohamed Jama, 18 ára, og Huriyo Ibrahim, 15 ára, og hefur eftir ættingja annarrar þeirra, að þær hafi verið saklausar.

Engin starfhæf ríkisstjórn hefur verið í Sómalíu frá árinu 1991. Al-Shabab, sem tengist hryðjuverkasamtökunum al-Qaeda, ræður að mestu yfir suðurhluta landsins.

Félagar í al-Shabab gengu um götur borgarinnar með hátalara og sögðu íbúum frá aftökunum og skipuðu öllum að vera viðstaddir. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert