Misheppnuð árás talíbana

Frá Afganistan.
Frá Afganistan.

Áttatíu talíbanar féllu í dag í misheppnaðri árás á bækistöð NATO nærri landamærunum við Pakistan. Réðust þeir á stöðina með handsprengjum, sprengjuvörpum og byssum. 

NATO hafði áður sagt að þrjátíu talíbanar hefðu fallið þegar alþjóðlegar hersveitir hrundu árás þeirra á bækistöð í Barmal-héraði. Samkvæmt tilkynningu hernaðarbandalagsins var árásin gerð klukkan 1:30 í nótt úr öllum áttum. Fimm hermenn NATO særðust í árásinni en tekið er fram í tilkynningunni að þeir hafi haldið áfram að berjast.

Mögulegt er talið að uppreisnarmennirnir hafi komið yfir landamærin frá Pakistan en þar er talið að forysta talíbanahreyfingarinnar haldi sig. Uppreisnin í Afganistan er nú á sínu tíunda ári frá því að stjórn talíbana var steypt af stóli í innrás Bandaríkjanna og bandamanna þeirra síðla árs 2001.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert