Harry Reid berst fyrir pólitísku lífi sínu

Hart er barist í kosningum í Nevada um sæti í öldungadeild bandaríska þingsins. Leiðtogi Demókrataflokksins í öldungadeildinni, Harry Reid, berst þar fyrir pólitísku lífi sínu.

Hvergi í Bandaríkjunum er atvinnuleysi meira en í Nevada og gjaldþrot eru óvíða tíðari. Reid er því í erfiðri baráttu. Kjósendur saka stjórnvöld, og þar á meðal Reid, um dugleysi.


Ástandið í efnahagsmálum í Nevada hefur verið líkt við ástandið á kreppuárunum á fjóðra áratug síðustu aldar. Atvinnuleysi í fylkinu er 14,4%. Mikill vöxtur var í byggingariðnaði í fylkinu áður en kreppan skall á en samdrátturinn í byggingariðnaði er um 90%. Mikið er því um hálfbyggðar byggingar og yfirgefin hús í fylkinu.

Þingkosningar fara fram í Bandaríkjunum á þriðjudaginn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert