Vill banna arabískar sjónvarpsstöðvar í Danmörku

Pia Kjærsgaard, leiðtogi Danska þjóðarflokksons
Pia Kjærsgaard, leiðtogi Danska þjóðarflokksons

Pia Kjærsgaard, leiðtogi Danska þjóðarflokksins, segist í blaðaviðtali vilja kanna möguleika á því að koma í veg fyrir að sjónvarpsmerki arabísku sjónvarpsstöðvanna Al Jazeera og Al Arabiya náist í Danmörku.

Kjærsgaard segir í viðtali við Berlingske Tidende, að í tilteknir hópar innflytjenda horfi aðeins á þessar stöðvar og það stuðli að því að hóparnir aðlagist ekki dönsku samfélagi. Að auki ýti arabísku stöðvarnar undir hatur á Vesturlöndum.

Þessi ummæli hafa vakið talsverða athygli í Danmörku í dag. Sérfræðingar, sem fjölmiðlar hafa rætt við, segja að þessar hugmyndir séu óraunhæfar og raunar sé einkennilegt, að Kjærsgaard hafi nefnt þessar tvær sjónvarpsstöðvar, sem hafi það orð á sér að að flytja vandaðar og ábyrgar frettir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka