Bandarískur herdómstóll hefur dæmt Omar Khadr í 40 ára fangelsi fyrir að drepa bandarískan hermann og tilraun til hryðjuverks. Hann hefur dvalist í Guantanamo-fangelsinu í sjö ár, en hann var handtekinn árið 2002 þegar hann var 15 ára gamall.
Omar Khadr er með kanadískan ríkisborgararétt. Hann er islams-trúar og játaði fyrir dómi á sig þær sakir sem á hann eru bornar. Það tók kvidóm tvo daga að komast að niðurstöðu.
Khadr er yngsti fanginn í Guantanamo. Sakargiftir á hendur honum voru í fimm liðum.