Fritzl vonast til að losna úr fangelsi

Josef Fritzl.
Josef Fritzl. Reuters

Austurríkismaðurinn Josef Fritzl, sem lokaði dóttur sína inni í jarðhýsi í 24 ár, nauðgaði henni reglulega og eignaðist með henni sjö börn, segist í viðtali við þýska blaðið Bild vera sannfærður um að eiginkona hans elski sig enn. Segist hann vonast til að losna brátt úr fangelsi svo hann geti annast um konu sína síðustu æviár þeirra.

„Ég hef skrifað átta bréf til konunnar minnar en aldrei fengiðs var. Samt veit ég, að hún elskar mig enn," hefur Bild eftir Fritzl.

Fritzl, sem er 75 ára, var dæmdur í ævilangt fangelsi. Hann er nú á réttargeðdeild í fangelsi í bænum Krems í Austurríki.  

„Uppáhaldssjónvarpsþættirnir mínir eru Two and a Half Men með Charlie Sheen. Litli náunginn í þáttunum minnir mig á son minn. Ég þarf á því að halda að geta hlegið. Það eyðileggur sálina ef maður er alltaf sorgmæddur," segir Fritzl.

Blaðamenn Bild segir, að Fritzl hafi tekið á móti þeim með þeim ummælum, að hann þurfi ekki að kynna sig. „Ég er nú heimsþekktur," sagði hann.  

Þegar blaðamennirnir spurðu Fritzl hvers vegna hann hefði haldið Elisabeth dóttur sinni innilokaðri í jarðhýsinu og nauðgað henni 3000 sinnum, var fátt um svör. Ekkert barna hans hefur heimsótt hann í fangelsið. „Stjórnendur fangelsisins hafa örugglega komið í veg fyrir það," segir Fritzl.

Frétt Bild

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert