Ísraelskur hermaður dæmdur í fimm mánaða fangelsi

Óeirðalögregla fer með Palesínumann sem tók þátt í mótmælum
Óeirðalögregla fer með Palesínumann sem tók þátt í mótmælum Reuters

Ísraelskur hermaður var í gær dæmdur í fimm mánaða fangelsi vegna mynda þar sem hann beinir byssu sinni að palestínskum fanga sem er í járnum. Var dómurinn kveðinn upp í herrétti en hermaðurinn var fundinn sekur um að svívirða fanga og ósæmilega hegðun hermanns.

Hermaðurinn var í upphafi handtekinn vegna gruns um lyfjaneyslu en myndirnar fundust í farsíma hans, samkvæmt frétt ísraelska dagblaðsins Israel Hayom.

Fleiri svipaðar myndir fundust í farsíma hermannsins, þar sem tveir félagar hans sjást svívirða fanga. Þeir hafa einnig verið kærðir fyrir brot sín.

Undanfarna mánuði hafa komið upp allmörg svipuð mál í ísraelska hernum þar sem hermenn sjást sýna föngum sínum lítilsvirðingu. Hefur þetta vakið upp mikla andúð gagnvart Ísraelsher víða um heim. Meðal annars myndir sem hermaður birti á Facebook og annar á YouTube.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert