Flugi aflýst vegna eldgoss

Merapi eldfjallið.
Merapi eldfjallið. Reuters

Lággjaldaflugfélagið AirAsia í Malasíu hefur aflýst öllu flugi til Indónesísku borganna Yogyakarta og Solo í dag vegna eldgossins í Merapi á Indónesíu.

Fjallið byrjaði að gjósa fyrir viku og neyddust 50 þúsund manns til flýja heimili sín og leita sér skjóls í bráðabirgðaskýlum við erfiðar aðstæður. Í gær lagði mikla ösku frá fjallinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert