Teboðshreyfingin með sinn fyrsta þingmann

Rand Paul sigraði í Kentucky.
Rand Paul sigraði í Kentucky. Reuters

Teboðshreyfingin hefur fengið sinn fyrsta þingmann kjörinn í bandarísku öldungadeildina. Rand Paul sigraði í Kentucky. Hann var kjörinn fyrir hönd Repúblikanaflokksins, en hann er félagi í Teboðshreyfingunni og var dyggilega studdur af félögum í henni.

Í Indiana sigraði Dan Coats, frambjóðandi Repúblikana og náði þingsætinu af Demókrataflokknum. Fyrirfram ríkti nokkur óvissa um úrslitin í Indiana, en úrslitin þykja gefa til kynna hvers er að vænta í talningunni sem nú stendur yfir í öðrum fylkjum.

Fréttaskýrendur sögðu fyrr í dag að ef Repúblikanar ættu að geta gert sér vonir um að vinna meirihluta í öldungadeildinni yrðu þeir að vinna Indiana.
Flestar spár ganga þó út á að Repúblikanar nái meirihluta í fulltrúadeildinni en að þeim takist ekki að vinna öldungadeildina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert