Assange íhugar skaðabótamál

Julian Assange ræðir við blaðamenn í Lundúnum.
Julian Assange ræðir við blaðamenn í Lundúnum. Reuters

Julian Assange, stofnandi uppljóstrunarvefjarins WikiLeaks, íhugar að höfða skaðabótamál gegn sænska ríkinu vegna ákæru, sem sænska ríkissaksóknaraembættið gaf út á hendur honum fyrir nauðgun. Assange segir við Svenska Dagbladet, að lögfræðingar hafi ráðlagt honum að fara í mál.

Sænska ríkissaksóknaraembættið gaf út ákæru á hendur Assange í ágúst fyrir nauðgun og líkamsárás í Svíþjóð. Fréttirnar bárust um allan heim og var gefin út handtökuskipun á hendur Assange. Daginn eftir var handtökuskipunin afturkölluð og sömuleiðis ákæran fyrir nauðgun. En 1. september lýsti embættið því yfir á ný, að verið væri að sannsaka hvort Assange hefði gerst sekur um að nauðga tveimur konum og stendur sú rannsókn enn yfir. 

Frétt Svenska Dagbladet

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert