Manntjón af völdum jarðskjálfta í Serbíu

Tveir létust og tugir særðust í jarðskjálfta upp á 5,6 stig á Richter sem varð vart í Serbíu rétt eftir miðnætti í nótt. Upptök hans voru í um 10 km fjarlægð frá bænum Kraljevo, sem er staðsettur sunnan við höfuðborgina Belgrad. Töluvert tjón varð í Kraljevo og hefur bærinn lýst yfir neyðarástandi. Rafmagn fór af, símasamband lá niðri og vatnsleiðslur skemmdust. Enn eru 25% íbúanna án rafmagns og hita. Nærliggjandi bæir eru einnig illa farnir eftir nóttina. 

Skjálftinn varð á 10 km dýpri, en fjórir minni skjálftar riðu yfir í kjölfarið

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert