Bresk múslímsk kona, sem reyndi að ráða af dögum fyrrum ráðherrann Stephen Timms, var í dag dæmd í lífstíðarfangelsi fyrir tilraun til manndráp.
Roshonara
Choudhry, sem er 21 árs að aldri, reyndi tvívegis að stinga hnífi í maga Timms er hún kom á fund hans á kjördæmisskrifstofu í austurhluta Lundúna í maí á þessu ári.
Choudhry var þá nýbúin að horfa á prédikun öfgaklerksins og helsta leiðtoga al Kaída, Anwar al-Awlaki í Jemen, á netinu. Atvikið átti sér nokkrum dögum eftir kosningar til neðri málsstofu breska þingsins.
Dómarinn Jeremy Cooke sagði breska löggjafa stafa hættu af Choudhry er hann felldi lífstíðardóminn. „Þú sagðist hafa eyðilagt líf þitt. Þú sagðir að það var þess virði. Þú sagðist vilja verða píslavottur.“Hún getur sótt um reynslulausn eftir a.m.k. 15 ár.
Í réttarhöldunum kom fram að sú seka hafi sagt lögreglumönnum eftir handtökuna að hún vildi drepa Cooke þar sem hann studdi opinberlega innrásina í Írak árið 2003.