Reyndi að myrða eftir að hafa hlýtt á prédikun

Choudhry var nýbúin að hlusta á prédikun Anwar al-Awlaki þegar …
Choudhry var nýbúin að hlusta á prédikun Anwar al-Awlaki þegar hún lét til skara skríða. Khaled Abdullah

Bresk mús­límsk kona, sem reyndi að ráða af dög­um fyrr­um ráðherr­ann Stephen Timms, var í dag dæmd í lífstíðarfang­elsi fyr­ir til­raun til mann­dráp.

Ros­hon­ara Choudhry, sem er 21 árs að aldri, reyndi tví­veg­is að stinga hnífi í maga Timms er hún kom á fund hans á kjör­dæm­is­skrif­stofu í aust­ur­hluta Lund­úna í maí á þessu ári. Choudhry var þá ný­bú­in að horfa á pré­dik­un öfgaklerks­ins og helsta leiðtoga al Kaída, Anw­ar al-Awlaki í Jemen, á net­inu. At­vikið átti sér nokkr­um dög­um eft­ir kosn­ing­ar til neðri máls­stofu breska þings­ins.

Dóm­ar­inn Jeremy Cooke sagði breska lög­gjafa stafa hættu af Choudhry er hann felldi lífstíðardóm­inn. „Þú sagðist hafa eyðilagt líf þitt. Þú sagðir að það var þess virði. Þú sagðist vilja verða píslavott­ur.“Hún get­ur sótt um reynslu­lausn eft­ir a.m.k. 15 ár.

Í rétt­ar­höld­un­um kom fram að sú seka hafi sagt lög­reglu­mönn­um eft­ir hand­tök­una að hún vildi drepa Cooke þar sem hann studdi op­in­ber­lega inn­rás­ina í Írak árið 2003.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka