Töpuðu fulltrúadeildinni

00:00
00:00

Re­públi­kana­flokk­ur­inn end­ur­heimti meiri­hluta sinn í full­trúa­deild Banda­ríkjaþings í gær en Demó­krata­flokk­ur­inn hélt velli í öld­unga­deild­inni. Taln­ingu er ekki lokið alls staðar en kosið er um öll 435 sæti full­trúa­deild­ar­inn­ar og 37 sæti í öld­unga­deild­inni.

Re­públi­kan­ar náðu sex þing­sæt­um í öld­unga­deild­inni af demó­kröt­um og 57 sæt­um í full­trú­ar­deild­inni en sam­kvæmt nýj­ustu töl­um á BBC eru demó­krat­ar með 51 þing­sæti í öld­unga­deild­inni en re­públi­kan­ar með 46. Í full­trúa­deild­inni eru demó­krat­ar með 174 þing­sæti en re­públi­kan­ar með 233 sæti.

Þetta þýðir að re­públi­kan­ar geta komið í veg fyr­ir að ákv­arðanir Baracks Obama, for­seta Banda­ríkj­anna, nái fram að ganga í þing­inu.  Obama er þegar bú­inn að hringja í John Boehner sem er lík­leg­ur til þess að taka við af demó­kratanaum Nancy Pe­losi, sem for­seti full­trúa­deild­ar­inn­ar. Sagðist Obama von­ast til þess að þeir myndu ná sam­komu­lagi um ýmis mál í framtíðinni.

Boehner hét því eft­ir að hafa verið end­ur­kjör­inn á þing að hann myndi berj­ast fyr­ir um­bót­um í efna­hags­mál­um þjóðar­inn­ar með því að draga úr eyðslu og minnka hlut hins op­in­bera. Hann sagði að kjós­end­ur hafi sent Obama skila­boð um að hann ætti að breyta um stefnu.

Til þess að auka enn erfiðleika Obama missti demó­krata­flokk­ur­inn  öld­unga­deild­arþing­sæti sitt í Ill­in­o­is en þar sat Obama áður en hann var kjör­inn for­seti.

Sam­kvæmt BBC voru átök­in hins veg­ar einna mest í Nevada í nótt. Þar barðist demó­krat­inn Harry Reid við fram­bjóðanda Teboðs-hreyf­ing­ar re­públi­kana, Sharron Angle, og fór Reid með sig­ur af hólmi. Flest­um fram­bjóðend­um teboðsins gekk ekki jafn vel og þeir höfðu von­ast til. 

Líkt og hér kom fram að fram­an þá náðu re­públi­kan­ar öld­unga­deild­ar­sæti demó­krata í Ill­in­o­is en einnig í Penn­sylvaniu, Wiscons­in, Ark­ans­as, Norður- Dakota og Indi­ana.

Hér er hægt að fylgj­ast með fram­vind­unni vest­an­hafs á BBC

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert