Hræddir um að hið versta sé eftir

Mikið öskuský leggur nú frá eldfjallinu Merapi á Indónesíu en gosóróinn náði nýjum hæðum fyrir nokkrum klukkustundum. Fjöldi fólks hefur þurft að yfirgefa heimil sín vegna þessa, en 44 hafa látið lífið síðan eldfjallið byrjaði að gjósa þann 26. október síðastliðinn. Flestir létust á fyrsta degi gossins, en þrír létust í gær í mikill sprengingu.

Vísindamenn eru hræddir um að hið versta sé enn eftir. „Það lítur út fyrir að við séum að nálgast enn alvarlegra stig,“ sagði eldfjallafræðingurinn Surono. „Við höfum ekki hugmynd um hvað er gerast núna.“

Yfir 70 þúsund manns hafast við í neyðarskýlum á vegum yfirvalda í landinu og er talið að það muni taka vikur, jafnvel mánuði, að finna því annan dvalarstað. Björgunarmenn keppast nú við að ferja íbúa af hættusvæðunum.

„Við erum mjög hræddir, en við verðum að fóðra nautgripi okkar,“ sagði Sudaki, 48 ára gamall bóndi, sem hefur enn ekki yfirgefið bæinn sinn sem staðsettur er í 9 kílómetra fjarlægð frá fjallinu. „Við förum fljótlega. Við munum fara til búðanna þegar við erum búnir... fjölskyldur okkar eru þar,“ bætti vinur hans við.

Merapi, sem er eitt virkasta eldfjall í heimi, byrjaði að gjósa einungis sólarhring eftir að flóbylgja skall á eyjarnar Mentawai í Indónesíu og banaði 428 manns. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert