Forseti Kína, Hu Jintao, er valdamesti maður heims og skýtur Barack Obama ref fyrir rass í þeim efnum, samkvæmt lista bandaríska tímaritsins Forbes yfir valdamestu menn heims. Forbes rökstyður þetta meðal annars með tapi demókrata í þingkosningunum.
Hu er hinsvegar valdamesti maður heims að mati blaðsins, sem bendir á að hann "hafi vald sem jaðrar við einræði yfir 1,3 milljörðum manna, eða einum fimmta af íbúum jarðar".
„Ólíkt kollegum sínum á Vesturlöndum hefur Hu valdið til að breyta árfarvegum, byggja borgir, fangelsa mótmælendur og ritskoða internetið án þess að leiðinlegir kerfiskarlar skipti sér af því," segir Forbes. Þetta er hátt fall fyrir Obama að sögn blaðsins, sem það segir að verði undir mikilli pressu næstu tvö árin þrótt fyrir að hafa innleitt umsvifamiklar umbætur á fyrri hluta kjörtímabils síns.
Þriðji valdamesti maður heims er að mati Forbes konungur olíuríkisins Sádi-Arabíu, Abdullah, og fast á hæla hans fylgja Vladimir Putin forsætisráðherra Rússlands og Benedikt XVI páfi. Í síðasta mánuði útnefndi tímaritið Michelle Obama, forsetafrú Bandaríkjanna, sem valdamestu konu heims.