Öldruð hjón unnu milljarð og gáfu allt

Þau Allen og Violet Large vildu einbeita sér að baráttunni …
Þau Allen og Violet Large vildu einbeita sér að baráttunni við krabbameinið og gáfu lottóvinninginn til sjúkrahúsa og góðgerðastofnanna. AP

Kanadísk hjón á áttræðisaldri sem unnu stóra pottinn í lottóinu í fyrr á þessu ári, vinning sem nam rúmum milljarði íslenskra króna, hafa gefið allan peninginn frá sér til góðgerðamála og vinafólks.

Þau Allen og Violet Large segja að hið skyndilega ríkidæmi fyrr á þessu ári hafi verið þeim „mikill hausverkur" og þau hafi verið sammála um að fara ekki á neitt eyðslufyllerí. „Þú munt aldrei sakna þess sem þú hefur aldrei átt," hefur kanadíska dagblaðið Toronto Star eftir Violet.

Þau hjónin hafa verið gift í 36 ár og settust í helgan stein árið 1983. Þau segjast hafa verið ágætlega stæð, engir milljónamæringar, en haft það gott. Um það leyti sem þau unnu stóra vinninginn var Violet að hefja krabbameinsmeðferð og höfðu þau hjónin áhyggjur af því að þau væru viðkvæm fyrir áreiti og svikum misheiðarlegs fólks sem myndi ásælast vinninginn. Á endanum komust þau að þeirri sameiginlegu niðurstöðu að betra væri að gefa en að þiggja og fannst lítið mál að gefa alla peningana.

Violet hefur síðan gengist undir skurðaðgerð við krabbameininu lauk lyfjameðferð í síðustu viku. Þau létu stærstan hluta fjárins renna til kanadískra sjúkrahúsa, en auk þess að styrkja ættingja sína fjárhagslega gáfu þau einnig ýmsum góðgerðarfélögum veglega styrki. „Þessir peningar voru okkur einskis virði," segir Allen. „Við höfum hvort annað."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka