Brottför geimferjunnar Discovery var seinkað í dag um a.m.k. 48 klukkustundir. Bandaríska geimferðastofnunin NASA fann leka í utanáliggjandi eldsneytistanki sem geymir vetni og olli hann seinkuninni. Geimferjan á að fara í sína síðustu ferð að alþjóðlegu geimstöðinni.
Þetta er í fimmta sinn sem brottför Discovery er seinkað. Áður voru það rafmagnsbilanir og vont veður sem hindruðu för.