Líkið lá í tvö ár í íbúðinni

Miðborg Osló. Konungshöllin í bakgrunni.
Miðborg Osló. Konungshöllin í bakgrunni. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Norskur maður lá líklega látinn í íbúð sinni í Ósló í meira en tvö ár áður en líkið fannst. Lögreglan fann lík hans síðastliðinn mánudag. Rafmagnið var tekið af íbúðinni árið 2008, að sögn fréttavefjarins ABC.

Aðstandendur mannsins höfðu samband við lögregluna og lýstu áhyggjum sínum af honum. Í framhaldi af því fór lögreglan inn í íbúðina í Atlasgården í austurhluta Óslóar. Þar fannst lík mannsins.

Talsmaður lögreglunnar sagði að ekki sé vitað nákvæmlega um dánardægur mansins. Talið er að hann hafi látist fyrir a.m.k. tveimur árum. Yfirmenn búseturéttarfélagsins sem á íbúðina töldu að maðurinn hefði flutt á stofnun. 

Rafmagnið var tekið af íbúðinni í október 2008 en þá höfðu rafmagnsreikningarnir ekki verið greiddir í hálft ár. Lögreglan segir að enginn grunur leiki á að andlát mannsins hafi borið að með glæpsamlegum hætti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert