Bandaríkjamenn einnig með eftirlit í Svíþjóð

Beatrice Ask, dómsmálaráðherra Svíþjóoðar
Beatrice Ask, dómsmálaráðherra Svíþjóoðar

Starfsmenn sendiráðs Bandaríkjanna í Stokkhólmi hefur fylgst með Svíum í borginni frá árinu 2000 líkt og gert er í Noregi, segir dómsmálaráðherra Svíþjóðar, Beatrice Ask. Þetta kom fram á blaðamannafundi með henni í dag. Svipaðar ásakanir og í Noregi hafa einnig komið upp í Kaupmannahöfn.

Að sögn Ask þá fékk hún þetta staðfest hjá sendiráði Bandaríkjanna í Stokkhólmi og Sapo, leyniþjónustu Svía. Segir hún að eftirlitið hafi aðallega falist í myndatökum af fólki og upplýsingum um það tengdu sendiráðinu.

Í yfirlýsingu sem sendiráð Bandaríkjanna í Ósló sendi frá sér í morgun kemur fram að hin svokallaða eftirlitssveit (Surveillance Detection Unit) sé ekki leynileg né snúist hún um njósnir, heldur hafi henni verið komið á í kjölfar árásanna á sendiráðin í Naíróbí og Dar es Salaam árið 1998, með því markmiði að gæta að öryggi sendiráða. „SDU er ekki beint gegn gestgjöfum okkar eða borgurum landsins. Henni er aðeins ætlað að greina grunsamlegt atferli í nágrenni sendiráðsins," segir í yfirlýsingunni.

Þetta er í takt við það sem Ask sagði á fundi með blaðamönnum varðandi sendiráð Bandaríkjanna í Stokkhólmi og í yfirlýsingu sem sendiráð Bandaríkjanna á Íslandi sendi frá sér í gær.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert