Á annað hundrað þúsund Frakkar taka þátt í mótmælum í dag. Líkt og í fyrri mótmælum beinast þau að breytingum sem verið er að gera á eftirlaunum þar í landi. Frumvarpið, sem er lagt fram af hálfu ríkisstjórnarinnar, miðar að því að hækka réttinn til eftirlauna úr 60 árum í 62 ár.
Samkvæmt upplýsingum frá innanríkisráðuneyti Frakklands hafa 142 þúsund landsmanna tekið þátt í mótmælum í dag en alls voru skipulagðar 132 mótmælagöngur.
Flestir tala þátt í París en þar líkt og annars staðar eru þátttakendurnir í dag færri en undanfarið.