Frakkar mótmæla enn á ný

Frá mótmælum í París þann 28. október sl.
Frá mótmælum í París þann 28. október sl. Reuters

Á annað hundrað þúsund Frakk­ar taka þátt í mót­mæl­um í dag. Líkt og í fyrri mót­mæl­um bein­ast þau að breyt­ing­um sem verið er að gera á eft­ir­laun­um þar í landi. Frum­varpið, sem er lagt fram af hálfu rík­is­stjórn­ar­inn­ar, miðar að því að hækka rétt­inn til eft­ir­launa úr 60 árum í 62 ár.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá inn­an­rík­is­ráðuneyti Frakk­lands hafa 142 þúsund lands­manna tekið þátt í mót­mæl­um í dag en alls voru skipu­lagðar 132 mót­mæla­göng­ur. 

Flest­ir tala þátt í Par­ís en þar líkt og ann­ars staðar eru þátt­tak­end­urn­ir í dag færri en und­an­farið. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert