Jarðskjálfti sem mældist 5,7 stig að stærð gekk yfir hinar afskekktu Eldfjallaeyjar Japans í dag. Engar fréttir hafa borist af tjóni eða slysum og telja sérfræðingar ekki hættu af tsunami fljóðbylgju í kjölfar skjálftans. Upptök skjálftans voru um 86 km suðaustur af Iwo Jima á 138 km dýpi.
Eldfjallaeyjar eru klasi þriggja eyja þar sem eru fáir íbúar. Iwo Jima er stærst eyjanna. Um 20% af öflugust jarðskjálftum jarða eiga upptök sín í Japan, sem situr á „eldhringnum" sem umlykur kyrrahafið. Manntjón vegna skjálftanna í Japan er þó jafnan lítið vegna strangra byggingarstaðla og öflugs viðbragðskerfis.
Árið 2004 reið þó mannskæður skjálfti yfir Hokkaido, næststærstu eyju Japans. Mældist hann 6,8 stig og olli dauða 40 manna. Mánuði síðar særðust 17 þegar 7,1 stigs skjálfti gekk yfir Hokkaido.