Atvinnulausir vinni launalaust

Iain Duncan Smith, velferðarráðherra samsteypustjórnar Íhaldsflokksins og Frjálslyndra demókrata.
Iain Duncan Smith, velferðarráðherra samsteypustjórnar Íhaldsflokksins og Frjálslyndra demókrata. AP

Bresk stjórn­völd hyggj­ast gera at­vinnu­laus­um að vinna launa­laust í allt að fjór­ar vik­ur í senn. Geri þeir það ekki eiga þeir á hættu að missa rétt á at­vinnu­leys­is­bót­um í allt að þrjá mánuði. Reiknað er með að Iain Duncan Smith, vel­ferðarráðherra sam­steypu­stjórn­ar­inn­ar, kynni til­lög­ur þessa efn­is í vik­unni.

Stjórn­in glím­ir við mik­inn fjár­laga­halla, og hef­ur neyðst til að skera niður á mörg­um sviðum. Aðgerðirn­ar nú eru liður í því að lækka út­gjöld til vel­ferðar­mála, en reiknað er með því að þær verði um­deild­ar.

Til­lög­urn­ar nú gera ráð fyr­ir því að þeir sem eru at­vinnu­laus­ir vinni 30 tíma vinnu­viku, í allt að fjög­urra vikna lot­um, hjá fyr­ir­tækj­um eða í verk­efn­um sem „gagn­ast sam­fé­lag­inu.“ Fall­ist þeir ekki á það verða þeir beitt­ir „al­var­leg­um“ fjár­hags­leg­um refs­ing­um, svo sem svipt­ingu at­vinnu­leys­is­bóta í þrjá mánuði.

Heim­ild­armaður enska dag­blaðsins Tel­egraph seg­ir að „ýta þurfi við“ mörg­um svo þeir til­einki sér nauðsyn­legt hug­ar­far hins vinn­andi manns. „Þetta snýst fyrst og fremst um það að koma þeim aft­ur inn í þá rútínu sem fylg­ir því að vera í vinnu. Það hef­ur aft­ur þau áhrif að þeir verði álit­legri kost­ur í aug­um hugs­an­legra vinnu­veit­enda.“

Um fimm millj­ón manns þiggja nú at­vinnu­leys­is­bæt­ur á Bretlandi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert