Eldgos raskar flugsamgöngum

Alþjóðleg flugfélög hafa neyðst til að færa tugi fluga í dag og í gær vegna öskuskýsins sem stafar frá Merapi-eldfjallinu í Indónesíu. 36 flugum var aflýst í gær, og fjölda fluga hefur þegar verið aflýst í dag. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, er væntanlegur til Indónesíu á þriðjudag.

Frans Yosef, yfirmaður flugvallarins í Jakarta, segir að auk þeirra fluga sem hafa fallið niður í dag hafi 42 flug verið flutt til. Þúsundir flugfarþega eru nú strandaglópar í landinu.

Í tilkynningu frá flugfélaginu Malaysia Airlines kemur fram að reiknað sé með því að öll kvöldflug félagsins falli niður.

Gos hófst í eldfjallinu Merapi og hefur staðið, með hléum, síðan. Alls er vitað um 117 sem látist hafa vegna þess, en talið er víst að sú tala muni hækka, þar sem enn fjölda fólks er enn leitað. Þá hefur björgunarmönnum ekki tekist að komast til sumra þeirra þorpa sem verst hafa orðið úti.

Um 166 þúsund manns búa nú í tjaldbúðum, eftir að hafa verið skipað að yfirgefa heimili sín á hættusvæðinu. Margir voru tregir til að yfirgefa heimkynni sín og skepnur.

Talsmenn Hvíta hússins segjast að svo stöddu ekki reikna með því að heimsókn Obama til Indónesíu verði aflýst. Heimsókn hans til landsins hefur þegar verið frestað tvisvar, en forsetinn er nú á ferðalagi um Asíu.

Mikið öskský rýs nú úr Merapi eldfjallinu í Indónesíu
Mikið öskský rýs nú úr Merapi eldfjallinu í Indónesíu DWI OBLO
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert