Interpol lýsir yfir stríði gegn umhverfisglæpum

Merki CITES, Samningsins um alþjóðleg viðskipti með tegundir dýra og …
Merki CITES, Samningsins um alþjóðleg viðskipti með tegundir dýra og plantna í útrýmingarhættu.

Alþjóðalögreglan Interpol  samþykkti í dag að sýna fullan stuðning við Samning um alþjóðleg viðskipti með tegundir dýra og plantna í útrýmingarhættu (CITES) og beita sér af fullum krafti í baráttunni gegn umhverfisglæpum.

Framkvæmdastjóri CITES, John Scanlon, fagnar samningnum. „Flóra og fána veraldar sem eru í útrýmingarhættu verða ekki verndaðar án aðstoðar lögreglunnar," sagði Scanlon á ársþingi Interpol sem stendur nú í Qatar.  „Þetta sendir sterk skilaboð til þeirra sem hafa í hyggju að ræna þjóðir af náttúrulegum auðlindum þeirra, að vita að lögreglan um allan heim mun vinna saman, undir stjórn Interpol, að því að umhverfisglæpamenn mæti réttlætinu."

Interpol ályktaði um það á þingi sínu að umhverfisglæpir „þekktu engin landamæri og fælu í sér skipulagða glæpastarfsemi sem hagnýtir sér einnig annars konar glæpastarfsemi, þar á meðal morð, spillingu, falsanir og þjófnað." Interpol hvetur lögregluembætti um allan heim til a styðja áætlun alþjóðalögreglunnar gegn umhverfisglæpum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert