Komst með kjarnorkuúrgang á leiðarenda

Mikil öryggisgæsla er í Dannenberg í Þýsklandi þar sem lestin …
Mikil öryggisgæsla er í Dannenberg í Þýsklandi þar sem lestin endaði för sína. Reuters

Lest sem flytur kjarnorkuúrgang þvert yfir Þýskaland hefur komist á leiðarenda. Tafir urðu á ferð lestarinnar vegna mótmæla og var lögreglan kölluð á vettvang til að fjarlægja um 3.000 mótmælendur svo lestin kæmist leiðar sinnar.

Úrgangurinn, sem var endurunninn í Frakklandi, verður losaður af lestarvögnunum í borginni Dannenberg. Svo verður honum ekið til Gorleben þar sem úrgangurinn verður geymdur í saltnámu sem er ekki lengur í notkun.

Fjölmargir mótmælendur hafa nú komið saman á veginum sem liggur til Gorleben, segir á vef BBC.

Lestin komst aftur af stað snemma í morgun eftir að lögregluþjónum tókst að koma mótmælendum af lestarteinunum í nótt. Þeim tókst að stöðva lestina með því að láta sig síga niður á teinana af brú. 

Lestin flytur 123 tonn af endurunnum kjarnorkuúrgangi í stál- og glergámum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert