Tóku ekki hagnað fram yfir öryggi

Hreinsunarstarf við Mexíkóflóa
Hreinsunarstarf við Mexíkóflóa STAFF

Formaður nefndarinnar sem falið var að rannsaka tildrög olíulekans á Mexíkóflóa segir að enn hafi ekkert komið fram sem bendi til þess að breska olíufélagið BP hafi fórnað öryggissjónarmiðum í hagnaðarskyni við rekstur olíuborpallsins.

„Við höfum ekki séð eitt einasta dæmi þess að einstaklingur hafi tekið meðvitaða ákvörðun um það að taka dollara fram yfir öryggi,“ sagði Fred Bartlit, formaður nefndarinnar, sem skipuð var af forsetanum í kjölfar umhverfisslyssins.

Sprenging varð í borpallinum Deepwater Horizon þann 20. apríl fyrr á þessu ári, og dró 11 manns til dauða. Gríðarlegt magn olíu lak síðan stjórnlaust í fleiri vikur án þess að nokkur fengi rönd við reist. Umhverfistjónið sem hlaust af er gríðarlegt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert