Tvær konur voru handteknar í grennd við við fundarstað G20 ríkjanna í Suður-Kóreu í dag. Konurnar sem eru dýraverndunarsinnar voru hálfnaktar við mótmælin, í köldu veðri. Þær voru handteknar fyrir ólögleg mótmæli.
Að sögn Suður-Kóreskra lögregluyfirvalda var um að ræða kanadíska konu á þrítugsaldri og aðra kóreska á fertugsaldri. Þær voru bæði með mótmælaspjöld auk þess sem málaðar voru myndir sem tákn fyrir heimsálfurnar á líkama þeirra.
Ástæðan fyrir handtökunni var að konurnar mótmæltu fyrir innan tveggja kílómetra radíus frá fundarstaðnum, en lögregluyfirvöld hafa bannað mótmæli á svæðinu. Fundur G20 ríkjanna hefst síðar í vikunni í Seoul.