Indónesíuheimsókn Obama stytt vegna eldgoss

Barack og Michelle Obama hafa síðustu daga verið í heimsókn …
Barack og Michelle Obama hafa síðustu daga verið í heimsókn á Indlandi. Reuters

Hugsanlegt er, að Barack Obama, Bandaríkjaforseti, verði að flýta för sinni frá Indónesíu vegna öskuskýs frá eldfjallinu Merapi. Obama, sem dvaldi í fjögur ár í Jakarta þegar hann var barn, hefur tvívegis þurft að aflýsa heimsóknum til Indónesíu vegna stjórnmálaástandsins heimafyrir. 

Flugvél Obama lenti í morgun á herflugvelli skammt frá Jakarta en forsetinn og Michelle eiginkona hans eru nú á ferðalagi um Asíu. Robert Gibbs, talsmaður Hvíta hússins, sagði við fréttamenn sem eru í för með forsetanum, að spár um útbreiðslu öskuskýsins bentu til þess, að Obama þurfi að leggja af stað nokkrum klukkustundum fyrr á morgun en fyrirhugað var.

Gibbs sagði, að Obama vonaðist þó til að geta flutt ræðu í háskólanum í Jakarta á morgun. Þá stendur til að Obama heimsæki Istiqlal moskuna, sem er stærsta moskan í Suðaustur-Asíu, og flytji þar ræðu. 

Bandaríkjaforseti mun síðar í dag eiga fund  með  Susilo Bambang Yudhoyono, forseta Indónesíu, þar sem umræðuefnin verða einkum öruggis- og efnahagsmál.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert