Pelosi láti af þingmennsku

Pelosi hefur verið ein áhrifamesta stjórnmálakona Bandaríkjanna.
Pelosi hefur verið ein áhrifamesta stjórnmálakona Bandaríkjanna. Reuters

Hópur demókrata á Bandaríkjaþingi vill að Nancy Pelosi, fráfarandi forseti fulltrúadeildarinnar, láti af þingmennsku. Rökin eru þau að hún hafi orðið andlit þeirrar óánægju sem kjósendur fengu útrás fyrir í þingkosningunum í byrjun mánaðarins. Pelosi varð forseti deildarinnar fyrst kvenna.

Toby Harnden, blaðamaður Daily Telegraph í Washington, gerir málinu skil á vef blaðsins en þar vitnar hann í bréf sem Fox News hefur undir höndum þar sem demókratar lýsi yfir ofangreindri skoðun sinni.

Er einnig bent á að með því að víkja ekki sé Pelosi að gefa til kynna að demókratar taki ósigrinum - þeim mesta í fulltrúadeildinni frá árinu 1994 - ekki nógu alvarlega. Því sé rétt að hún láti nú af þingmennsku.

Pelosi hefur verið ein valdamesta, ef ekki valdamesta, konan í bandarískum stjórnmálum.

Brotthvarf hennar myndi því sæta tíðindum.

Þingsetningin 4. janúar 2007 vakti víða athygli, ekki síst fyrir …
Þingsetningin 4. janúar 2007 vakti víða athygli, ekki síst fyrir þá sök að Pelosi mætti með barnabörn sín í þingið. Myndin af augnablikinu prýddi forsíðu Morgunblaðsins daginn eftir.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert