Ráðist á heimili kristinna í Baghdad

Lögreglumenn í Baghdad.
Lögreglumenn í Baghdad. Reuters

Að minnsta kosti þrír eru látnir og nærri þrjátíu særðir eftir fjölda árása á heimili kristinna manna í Baghdad, höfuðborg Íraks, í morgun. Árásirnar voru gerðar á tveimur klukkustundum í nokkrum hverfum.

Árásarmennirnir notuðust við heimatilbúnar sprengjur og sprengjuvörpur. Þeir réðust á heimilin á milli klukkan þrjú að nóttu og kl. fimm að morgni.

Talið er að um hálf milljón manna sé kristinnar trúar í Írak. Þeim hefur fækkað um 300 þúsund frá því Bandaríkin réðust inn í Írak árið 2003. Fækkunin er sýnu met í Baghdad þar sem um 150 þúsund manns eru kristinnar trúar.

Fækkun kristinna kemur helst til af tíðum árásum á kirkjur þeirra og heimili.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka