Hundruðir fylgdust með því þegar tveir fílar börðust á norðuasturhluta Indlands, en fílabardagar eru sjaldséð sjón. Bardaginn stóð yfir í tvær klukkustundir og leiddi til þess að rútubílstjóri slasaðist er fílarnir stórskemmdu rútuna.
Minna æti og skógareyðing hefur það í för með sér að fílar komast í sífellt meira návígi við mannfólk, sem getur leitt til átaka.