Leiðtogar G20 ríkjanna hafa samþykkt að forðast að grafa undan gengi gjaldmiðla sinna til að tryggja samkeppnisstöðu sína í alþjóðaviðskiptum. Annar dagur viðræðna ríkjanna fer nú fram í Seoul, höfuðborg Suður-Kóreu.
Leiðtogarnir hafa samþykkt að setja viðmiðunarreglur til að taka á því ójafnvægi á viðskiptajöfnuði sem hefur áhrif á hagvöxt á heimsvísu.
Mikill spenna ríkir í samskiptum sendinefnda á fundinum sem eru ósammála um hvernig eigi að leiðrétta það misræmi sem sé á milli gjaldmiðla og viðskipta.
Sumir telja að deilurnar, þá sérstaklega á milli Kína og Bandaríkjanna, muni hafa slæm áhrif á vöxt.
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, segir að það eigi enginn ágreiningur að vera uppi varðandi það að leiðrétta það ójafnvægi sem hafi átt þátt í því að leiða til þeirrar kreppu sem heimurinn er enn að jafna sig af.
Hann segir að gengi gjaldmiðla verði að endurspegla raunveruleikann.