Leiðtogar G20 ræða gjaldeyrismál

00:00
00:00

Leiðtog­ar G20 ríkj­anna hafa samþykkt að forðast að grafa und­an gengi gjald­miðla sinna til að tryggja sam­keppn­is­stöðu sína í alþjóðaviðskipt­um. Ann­ar dag­ur viðræðna ríkj­anna fer nú fram í Seoul, höfuðborg Suður-Kór­eu.

Leiðtog­arn­ir hafa samþykkt að setja viðmiðun­ar­regl­ur til að taka á því ójafn­vægi á viðskipta­jöfnuði sem hef­ur áhrif á hag­vöxt á heimsvísu.

Mik­ill spenna rík­ir í sam­skipt­um sendi­nefnda á fund­in­um sem eru ósam­mála um hvernig eigi að leiðrétta það mis­ræmi sem sé á milli gjald­miðla og viðskipta.

Sum­ir telja að deil­urn­ar, þá sér­stak­lega á milli Kína og Banda­ríkj­anna, muni hafa slæm áhrif á vöxt.

Barack Obama, for­seti Banda­ríkj­anna, seg­ir að það eigi eng­inn ágrein­ing­ur að vera uppi varðandi það að leiðrétta það ójafn­vægi sem hafi átt þátt í því að leiða til þeirr­ar kreppu sem heim­ur­inn er enn að jafna sig af.

Hann seg­ir að gengi gjald­miðla verði að end­ur­spegla raun­veru­leik­ann.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert